Laus störf í umönnun í Brákarhlíð !

Þar sem komið er að kaflaskilum hjá nokkrum af okkar góðu samstarfsmönnum í Brákarhlíð þá auglýsum við hér með laus störf í umönnun, störfin eru laus og/eða að losna. Upplýsingar veita þær Jórunn í síma 432-3191 eða Halla í síma 432-3190 á dagvinnutíma. Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu okkar, www.brakarhlid.is undir hnappnum „starfsumsóknir“. Eins erum við farin að …

Uppfærðar heimsóknarreglur, gilda f.o.m. 19. janúar 2022

Kæru íbúar og aðstandendur Nú þegar sóttkví er aflétt hjá okkur í Brákarhlíð viljum við upplýsa íbúa og aðstandendur um breytingar á heimsóknarreglum, við höldum áfram ákveðnum takmörkunum um sinn vegna fjölda smita og almennra takmarkana í samfélaginu. Eftirfarandi reglur gilda frá og með 19. janúar uns annað verður tilkynnt:  Að öllu jöfnu mæti ekki fleiri en 2 gestir í …

Sóttkví aflétt en áfram takmarkanir á heimsóknum

Kæra heimilismenn og aðstandendur, Nú hefur sóttkví verið aflétt hjá okkur en samt sem áður viljum við fara afar varlega í afléttingar varðandi takmarkanir á umferð um húsið, því munu eftirfarandi heimsóknarreglur gilda áfram fyrst um sinn: Athugið !  Heimsóknartími er á milli kl. 14:00 til kl. 18:00 Heimilið er áfram lokað um sinn fyrir almennar heimsóknir og umferð. Einn …

11. janúar 2022 – tilkynning um stöðu mála

Kæra heimilisfólk, aðstandendur og aðrir velunnarar okkar í Brákarhlíð, Við viljum þakka fyrir góðar kveðjur og hlýja strauma til heimilisfólks og okkar starfsmanna í kjölfar tíðinda um Covid smit á heimilinu í síðustu viku. Í gær, mánudaginn 10.janúar, voru tekin PCR sýni hjá öllu heimilisfólki fyrir utan þá sex heimilismenn sem greindust með Covid í síðustu viku og sömuleiðis hjá …

Vegna Covid smita í Brákarhlíð

Kæru heimilismenn og aðstandendur heimilisfólks í Brákarhlíð, Eins og tilkynnt var fyrr í vikunni þá eru komin upp Covid smit hjá okkur Brákarhlíð. Föstudaginn 7. janúar voru framkvæmd PCR próf hjá heimilismönnum og starfsfólki. Ljóst er að það fjölgar í hópi smitaðra hjá okkur en unnið er að smitrakningu, staðan hjá okkur er nú skilgreind þannig að um hópsmit sé …

Vegna Covid smita í Brákarhlíð

Ágætu heimilismenn og aðstandendur hemilismanna í Brákarhlíð, Í kjölfar þess að upp kom Covid-smit hjá starfsmanni Brákarhlíðar voru framkvæmd hraðpróf hjá meginþorra heimilismanna og starfsmanna, verður sýnatöku fram haldið í dag. Tvö af þeim ríflega 50 sýnum sem tekin voru sýndu jákvæða niðurstöðu og hefur annað þeirra verið staðfest sem smit og er sá einstaklingur einkennalaus. Þessir einstaklingar búa á …

Í varúðarskyni lokum við á heimsóknir f.o.m. 5.janúar 2022 þar til annað verður tilkynnt

Kæru heimilismenn og aðstandendur heimilisfólks í Brákarhlíð, Upp er komið Covid smit í starfsmannahópi Brákarhlíðar, af öryggisástæðum þá lokum við á allar heimsóknir að sinni meðan farið er yfir málin og skimanir gerðar meðal heimilismanna og starfsmanna. Frekari upplýsingar verða sendar út eftir því sem málin skýrast. Aðeins eru veittar undanþágur í undantekningartilfellum og þá í samráði við hjúkrunarfræðinga heimilisins. …

Mynd frá Brákarhlíð.

Heimsóknar- og umgengnisreglur, gilda frá og með 30. desember 2021

Kæru íbúar og aðstandendur, setjum hér inn uppfærðar heimsóknar- og umgengnisreglur vegna stöðunnar í samfélaginu. Við óskum eindregið eftir að aðstandendur tali sig saman og upplýsi um hvernig málum er háttað nú sem og að þessi tilmæli okkar séu virt því þessar ráðstafanir eru gerðar til að vernda okkar fólk, bæði heimilismenn og starfsfólk, þannig að hlutirnir gangi sinn gang …

Gleðileg jól kæru vinir !

Við í Brákarhlíð sendum heimilisfólki, starfsfólki, aðstandendum og öðrum vildarvinum  okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kæru þakklæti fyrir samvinnu og samstarf á árinu sem er að líða. Þökkum velvild og hlýhug í garð heimilisins á þessu viðburðaríka ári sem er að líða og megi árið 2022 verða okkur öllum gleði- og gæfuríkt. Gleðileg …

Heimsóknarreglur, gilda frá 23. desember 2021

Kæru íbúar og aðstandendur Nú þegar jólahátíð gengur í garð viljum við upplýsa íbúa og aðstandendur um breytingu á heimsóknarreglum vegna fjölgunar smita og nýrra takmarkana í samfélaginu. Eftirfarandi reglur gilda frá 23.desember uns annað verður tilkynnt:  Að öllu jöfnu mæti ekki fleiri en 2 gestir í heimsókn til íbúa á dag, saman eða í sitthvoru lagi. Við mælumst til …

Sólrún Egils lætur af störfum eftir 33 ár starf og 6 mánuðum betur

Í dag eru tímamót hjá okkur í Brákarhlíð þegar hún Solla okkar, Sólrún Egilsdóttir, lýkur sinni síðustu vakt eftir gifturíkan starfsferil sem spannar 33 ár góð ár og 6 mánuðum betur. Solla hefur svo sannarlega verið einn af okkar dýrmætu starfsmönnum sem stuðlað hafa að því jákvæða og góða viðhorfi sem skapast hefur til starfsmanna og starfssemi Brákarhlíðar í gegnum …

Opnum að nýju fyrir heimsóknir 9. nóvember

Kæru íbúar og aðstandendur Með hliðsjón af tilmælum sóttvarnaryfirvalda og því að smitgát á heimilinu er aflétt þá opnum við að nýju fyrir heimsóknir inn á Brákarhlíð f.o.m. þriðjudeginum 9. nóvember með eftirfarandi skilyrðum: Heimilið er opið á milli kl. 13:00 og 18:00, vinsamlegast virðið þær tímasetningar eftir fremsta megni sé það unnt.  Við hvetjum ykkur til að gæta ítrustu …