Uppfærðar heimsóknarreglur, gilda f.o.m. 19. janúar 2022

Kæru íbúar og aðstandendur

Nú þegar sóttkví er aflétt hjá okkur í Brákarhlíð viljum við upplýsa íbúa og aðstandendur um breytingar á heimsóknarreglum, við höldum áfram ákveðnum takmörkunum um sinn vegna fjölda smita og almennra takmarkana í samfélaginu.

Eftirfarandi reglur gilda frá og með 19. janúar uns annað verður tilkynnt: 

Að öllu jöfnu mæti ekki fleiri en 2 gestir í heimsókn til íbúa á dag, saman eða í sitthvoru lagi. Við mælumst til að aðstandendur tali sig saman um hvernig heimsóknum er háttað.

Heimilið er opið á milli kl. 13:00 og 18:00, vinsamlegast virðið fyrrgreindar fjöldatölur og tímasetningar.  Við hvetjum ykkur til að gæta ítrustu árvekni og hafa allar sóttvarnaráðstafanir í heiðri.

Við biðlum til óbólusettra, þ.m.t. barna, að koma ekki í heimsókn að svo stöddu.

Allir gestir spritti hendur og setji upp grímu við komu, ekki er lengur gerð krafa um fínkorna grímu nema í sérstökum aðstæðu.

ATH:  ekki er heimilt er að taka niður grímu inn á herbergjum.

Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilisins heldur gangi beint til herbergis þess sem verið er að heimsækja og aftur beint að útidyrum að heimsókn lokinni.

Við hvetjum alla til að hafa opið fyrir rakningarapp Almannavarna í símum.

Heimilið er ekki lokað og íbúar mega fara út. Við biðjum um að ekki sé farið í fjölmenni enda 10 manna regla nú við lýði. Ef heimilismenn ætla úr húsi þarf að láta starfsmenn á viðkomandi heimili vita. Við biðjum heimilismenn sem og þá sem eru með þeim á ferð að gæta allrar varúðar og fylgja almennum leiðbeiningum varðandi sóttvarnir.

Við biðjum gesti að koma ekki í heimsókn ef þeir:

  • Eru í sóttkví eða smitgát.
  • Eru í eða hafa nýlokið einangrun vegna Covid-19 (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
  • Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).
  • Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins.

Sem fyrr eru undantekningar gerðar og þá í samráði við starfsfólk.

Við vonum að heimilisfólk og ættingjar finni leiðir til þess að eiga notalega samverustund með sínum ástvinum þrátt fyrir takmarkanir, t.d. á facetime.

Með virðingu og vinsemd.

Borgarnesi 18. janúar 2022

f.h. Brákarhlíðar

Bjarki, Halla & Jórunn