Laus störf í umönnun í Brákarhlíð !

Þar sem komið er að kaflaskilum hjá nokkrum af okkar góðu samstarfsmönnum í Brákarhlíð þá auglýsum við hér með laus störf í umönnun, störfin eru laus og/eða að losna.
Upplýsingar veita þær Jórunn í síma 432-3191 eða Halla í síma 432-3190 á dagvinnutíma. Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu okkar, www.brakarhlid.is undir hnappnum „starfsumsóknir“.
Eins erum við farin að huga að sumrinu og ljóst að okkur vantar í nokkur stöðugildi til viðbótar við okkar góða starfsmannahóp. Við hvetjum áhugasama um að vera í sambandi í ofangreind símanúmer eða að fylla út umsóknir inn á heimasíðunni okkar.