Varðandi heimsóknir

Ágætu heimilismenn & aðstandendur

 Nú afléttum við verulega á heimsóknarreglum í Brákarhlíð í ljósi þess að aflétt hefur verið nánast öllum takmörkunum vegna Covid-19 í samfélaginu.

Við viljum þó fara ögn varlega og eftirfarandi reglur gilda varðandi heimsóknir frá og með 25. febrúar 2022 þar til annað verður tilkynnt:

Opið er á heimsóknir alla daga kl. 13:00 – 18:30

Húsinu er lokað um kl. 18:30 (á kvöldmatartíma) og þurfa þeir sem koma eftir þann tíma að hringja dyrabjöllu sem er í forstofu heimilisins.

Að sinni förum við fram á að allir gestir beri andlitsgrímu við komu inn á heimilið.

 Ekki eru fjöldatakmarkanir varðandi gestakomur en áfram biðjum gesti um að fara til herbergis viðkomandi heimilismanns sem verið er að heimsækja.

Persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvottur og sprittun á enn við.

Heimilisfólk, starfsfólk og gestir verða að spritta hendur við komu.

Heimilismenn mega fara út af heimilinu, t.d. í bílferðir og heimsóknir.

Eftir sem áður höfðum við til ábyrgðar gesta – ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).

Með virðingu og vinsemd,

Borgarnesi 25. febrúar 2022

Stjórnendur Brákarhlíðar