Sóttkví aflétt en áfram takmarkanir á heimsóknum

Kæra heimilismenn og aðstandendur,

Nú hefur sóttkví verið aflétt hjá okkur en samt sem áður viljum við fara afar varlega í afléttingar varðandi takmarkanir á umferð um húsið, því munu eftirfarandi heimsóknarreglur gilda áfram fyrst um sinn:

Athugið !

 Heimsóknartími er á milli kl. 14:00 til kl. 18:00

Heimilið er áfram lokað um sinn fyrir almennar heimsóknir og umferð. Einn gestur má koma í heimsókn á dag og þarf það að vera sá sami sem kemur nú fyrst um sinn, skrá þarf hver það er sem kemur, ekki eru heimilaðar breytingar nema í undantekningartilfellum og þá í samráði við hjúkrunarfræðing á vakt.

Við biðjum aðstandendur, í samráði við heimilismenn, um að ákveða sín á milli hver það er sem sér um heimsóknir og þegar það liggur fyrir að hafa samband við viðkomandi heimili til þess að skrá hver það er sem kemur.

Símanúmer heimilanna eru:

  • Hvammur 432-3183
  • Dalur og Neðri -Lækur 432-3182
  • Efri-Lækur 432-3185
  • Tjörn 432-3181

Allir gestir sem koma í hús þurfa að gæta allra sóttvarna í hvívetna og jafnframt að bera grímu sem við í Brákarhlíð útvegum, grímuna þarf að bera allan tímann sem verið er í heimsókn.

Grímur eru við inngang – biðjum ykkur sem komið í hús að virða þessa ósk okkar, vonandi getum við aflétt kröfu um notkun þessarar útfærslu af grímum innan skamms.

Þessar takmarkanir gilda þar til annað verður tilkynnt.

Borgarnesi 14. janúar 2022

Með vinsemd og virðingu,

Stjórnendur Brákarhlíðar