Af stöðu mála varðandi Covidsmit í Brákarhlíð

Kæru vinir,
Staðan hjá okkur í Brákarhlíð núna, líkt og undanfarna daga, er sú að nokkur Covid smit eru á meðal heimilismanna og eins eru nokkrir starfsmenn okkar með Covid. Starfsmannahópurinn stendur saman eins og fyrr sem einn maður og höfum við náð að manna heimilið að mestu þökk sé fórnfýsi starfsmanna og vilja til að hlaupa til og manna vaktir sem er ómetanlegt.
Heimsóknir til þeirra heimilismanna sem eru með Covid eru heimilar, á ábyrgð þeirra sem koma, en rétt er að hugsa sig vel um og hafa veirugrímu og taka hana ekki niður á meðan á heimsókn stendur.
Enn er mikill fjöldi smita úti í samfélaginu og því þarf að gæta vel að sínum persónulegu smitvörnum og alls ekki koma í heimsókn ef þið hafið einhver einkenni, þó væg séu, sem geta bent til Covidsýkingar.