Ágætu heimilismenn & aðstandendur Nú höfum við aflétt grímuskyldu og öðrum takmörkunum vegna heimsókna til okkar í Brákarhlíð. Eftir sem áður höfðum við til ábyrgðar gesta – ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl). Með virðingu og vinsemd, Borgarnesi 19. apríl 2022 Stjórnendur Brákarhlíðar
Af stöðu mála varðandi Covidsmit í Brákarhlíð
Kæru vinir, Staðan hjá okkur í Brákarhlíð núna, líkt og undanfarna daga, er sú að nokkur Covid smit eru á meðal heimilismanna og eins eru nokkrir starfsmenn okkar með Covid. Starfsmannahópurinn stendur saman eins og fyrr sem einn maður og höfum við náð að manna heimilið að mestu þökk sé fórnfýsi starfsmanna og vilja til að hlaupa til og manna …
Fordæmalausir tímar – afburða árangur
Í vikunni birtist eftirfarandi grein eftir Björn Bjarka Þorsteinsson formann Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóra Brákarhlíðar á vefsvæði Vísis þar sem farið er yfir s.l. tvö ár og þá reynslu sem sá tími hefur leitt í ljós . Fordæmalausir tímar – afburða árangur Nú eru tvö ár frá því að við starfsmenn hjúkrunarheimila og annarra stofnana í heilbrigðiskerfinu tókumst …
Varðandi heimsóknir
Ágætu heimilismenn & aðstandendur Nú afléttum við verulega á heimsóknarreglum í Brákarhlíð í ljósi þess að aflétt hefur verið nánast öllum takmörkunum vegna Covid-19 í samfélaginu. Við viljum þó fara ögn varlega og eftirfarandi reglur gilda varðandi heimsóknir frá og með 25. febrúar 2022 þar til annað verður tilkynnt: Opið er á heimsóknir alla daga kl. 13:00 – 18:30 Húsinu …
Laus störf í umönnun í Brákarhlíð !
Þar sem komið er að kaflaskilum hjá nokkrum af okkar góðu samstarfsmönnum í Brákarhlíð þá auglýsum við hér með laus störf í umönnun, störfin eru laus og/eða að losna. Upplýsingar veita þær Jórunn í síma 432-3191 eða Halla í síma 432-3190 á dagvinnutíma. Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu okkar, www.brakarhlid.is undir hnappnum „starfsumsóknir“. Eins erum við farin að …
Uppfærðar heimsóknarreglur, gilda f.o.m. 19. janúar 2022
Kæru íbúar og aðstandendur Nú þegar sóttkví er aflétt hjá okkur í Brákarhlíð viljum við upplýsa íbúa og aðstandendur um breytingar á heimsóknarreglum, við höldum áfram ákveðnum takmörkunum um sinn vegna fjölda smita og almennra takmarkana í samfélaginu. Eftirfarandi reglur gilda frá og með 19. janúar uns annað verður tilkynnt: Að öllu jöfnu mæti ekki fleiri en 2 gestir í …
Sóttkví aflétt en áfram takmarkanir á heimsóknum
Kæra heimilismenn og aðstandendur, Nú hefur sóttkví verið aflétt hjá okkur en samt sem áður viljum við fara afar varlega í afléttingar varðandi takmarkanir á umferð um húsið, því munu eftirfarandi heimsóknarreglur gilda áfram fyrst um sinn: Athugið ! Heimsóknartími er á milli kl. 14:00 til kl. 18:00 Heimilið er áfram lokað um sinn fyrir almennar heimsóknir og umferð. Einn …
11. janúar 2022 – tilkynning um stöðu mála
Kæra heimilisfólk, aðstandendur og aðrir velunnarar okkar í Brákarhlíð, Við viljum þakka fyrir góðar kveðjur og hlýja strauma til heimilisfólks og okkar starfsmanna í kjölfar tíðinda um Covid smit á heimilinu í síðustu viku. Í gær, mánudaginn 10.janúar, voru tekin PCR sýni hjá öllu heimilisfólki fyrir utan þá sex heimilismenn sem greindust með Covid í síðustu viku og sömuleiðis hjá …
Vegna Covid smita í Brákarhlíð
Kæru heimilismenn og aðstandendur heimilisfólks í Brákarhlíð, Eins og tilkynnt var fyrr í vikunni þá eru komin upp Covid smit hjá okkur Brákarhlíð. Föstudaginn 7. janúar voru framkvæmd PCR próf hjá heimilismönnum og starfsfólki. Ljóst er að það fjölgar í hópi smitaðra hjá okkur en unnið er að smitrakningu, staðan hjá okkur er nú skilgreind þannig að um hópsmit sé …
Vegna Covid smita í Brákarhlíð
Ágætu heimilismenn og aðstandendur hemilismanna í Brákarhlíð, Í kjölfar þess að upp kom Covid-smit hjá starfsmanni Brákarhlíðar voru framkvæmd hraðpróf hjá meginþorra heimilismanna og starfsmanna, verður sýnatöku fram haldið í dag. Tvö af þeim ríflega 50 sýnum sem tekin voru sýndu jákvæða niðurstöðu og hefur annað þeirra verið staðfest sem smit og er sá einstaklingur einkennalaus. Þessir einstaklingar búa á …
Í varúðarskyni lokum við á heimsóknir f.o.m. 5.janúar 2022 þar til annað verður tilkynnt
Kæru heimilismenn og aðstandendur heimilisfólks í Brákarhlíð, Upp er komið Covid smit í starfsmannahópi Brákarhlíðar, af öryggisástæðum þá lokum við á allar heimsóknir að sinni meðan farið er yfir málin og skimanir gerðar meðal heimilismanna og starfsmanna. Frekari upplýsingar verða sendar út eftir því sem málin skýrast. Aðeins eru veittar undanþágur í undantekningartilfellum og þá í samráði við hjúkrunarfræðinga heimilisins. …
Heimsóknar- og umgengnisreglur, gilda frá og með 30. desember 2021
Kæru íbúar og aðstandendur, setjum hér inn uppfærðar heimsóknar- og umgengnisreglur vegna stöðunnar í samfélaginu. Við óskum eindregið eftir að aðstandendur tali sig saman og upplýsi um hvernig málum er háttað nú sem og að þessi tilmæli okkar séu virt því þessar ráðstafanir eru gerðar til að vernda okkar fólk, bæði heimilismenn og starfsfólk, þannig að hlutirnir gangi sinn gang …