Starf forstöðumanns hjúkrunarsviðs Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi er laust til umsóknar. Leitað er að lausnamiðuðum stjórnanda sem býr yfir miklum samskiptahæfileikum og metnaði fyrir sínu starfi og þjónustu heimilisins í þágu heimilisfólks og samfélagsins. Helstu verkefni og ábyrgð: Ábyrgð og leiðandi hlutverk í daglegri hjúkrunarþjónustu Brákarhlíðar. Virk þátttaka í teymisvinnu með öðru starfsfólki heimilisins sem hefur vellíðan heimilisfólks …
Starfslok hjá Þuru okkar
Fyrir stuttu urðu tímamót hjá okkur í Brákarhlíð þegar hún Þura okkar, Þuríður Bergsdóttir, lauk sinni síðustu vakt eftir gifturíkan starfsferil sem spannaði 20 ár góð ár og 4 mánuðum betur Þura hefur svo sannarlega verið einn af okkar dýrmætu starfsmönnum sem stuðlað hafa að því jákvæða og góða viðhorfi sem skapast hefur til starfsmanna og starfssemi Brákarhlíðar í gegnum …
10 ára starfsaldursafmæli
Hún Sólrún okkar Tryggvadóttir sjúkraliði fékk fyrir stuttu afhenta viðurkenningu fyrir 10 ára starfsaldur hjá í Brákarhlíð, við óskum Sólrúnu innilega til hamingju með áfangann og vonum að við fáum að njóta hennar starfskrafta lengi áfram Með Sólrúnu á myndinni er Halla Magnúsdóttir forstöðumaður þjónustusviðs.
Inga Dóra Halldórsdóttir ráðin framkvæmdastjóri
Inga Dóra Halldórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar- og dvalarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi. Tekur hún við starfinu af Birni Bjarka Þorsteinssyni sem ráðinn hefur verið sveitarstjóri Dalabyggðar. Inga Dóra hefur starfað sem framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi frá því árið 2006. Alls bárust 17 umsóknir þegar starfið var auglýst. Stjórn Brákarhlíðar þakkar öllum þeim sem sóttu um stöðu framkvæmdastjóra og ánægjulegt …
35 ára starfsaldursafmæli
Halla Magnúsdóttir sjúkraliði og forstöðumaður þjónustusviðs og „altmulig“ manneskja má segja hjá okkur í Brákarhlíð náði þeim áfanga að fagna 35 ára starfsaldri hjá okkur um síðustu mánaðarmót. Við í Brákarhlíð erum svo sannarlega lánssöm að fá að njóta hennar krafta og nærveru þennan tíma og Halla er sko hvergi nærri hætt enda bráðung enn. Með Höllu á myndinni er …
10 ár frá vígslu hjúkrunarálmu
Þann 14. júlí árið 2012 var vígð nýbyggð hjúkrunarálma við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, DAB, og þann sama dag fékk heimilið formlega nafnið Brákarhlíð. Þessi dagur markaði á vissan hátt kaflaskil í starfssemi heimilisins hvað varðaði allan aðbúnað. Í kjölfarið hófst vinna við endurbætur á eldri húsakosti. Í tilefni þessara tímamóta, 10 ára afmælis, þá fengum við Geirabakarí til þess …
Nýskipuð stjórn Brákarhlíðar tekur til starfa
Nýskipuð stjórn Brákarhlíðar hélt sinn fyrsta fund fimmtudaginn 30. júní s.l. að afloknum sveitarstjórnarkosningum, starfstímabil þessarar stjórnar er fram til loka maí árið 2026. Eftirtalir eru aðalmenn í stjórn heimilisins: Guðsteinn Einarsson, sem er skipaður sameiginlega af hálfu hreppsnefnda Eyja- og Miklaholtshrepps og Skorradalshrepps, fulltrúar Borgarbyggðar eru þau Guðveig Eyglóardóttir, Magnús Smári Snorrason, Páll S. Brynjarsson og Sigrún Ólafsdóttir og …
35 ára starfsaldursafmæli
Hún Sigríður Helga Skúladóttir sjúkraliði, eða Sigga Skúla eins og hún er kölluð dagsdaglega, náði þeim áfanga að fagna 35 ára starfsaldri hjá okkur í Brákarhlíð 31. maí s.l. Sigga byrjaði að starfa í eldhúsinu kornung en færði sig síðan yfir í aðhlynningarhlutann og hefur á starfstímanum sótt sér menntun sem sjúkraliði og verið dugleg að sækja námskeið og afla …
Frábær mæting á kaffihús
Það var aldeililis frábær mæting á kaffihúsið okkar í Brákarhlíð sem haldið var föstudaginn 13. maí s.l. Ekki hefur verið unnt að halda kaffihús um hríð út af „dotlu“ þannig að það var kærkomið að geta opnað á þennan skemmtilega viðburð að nýju. Starfsfólk Brákarhlíðar sá um framkvæmdina alla og kaffiveitingar og þökkum við öllum þeim sem lögðu hönd á …