Starfslok hjá Þuru okkar

Fyrir stuttu urðu tímamót hjá okkur í Brákarhlíð þegar hún Þura okkar, Þuríður Bergsdóttir, lauk sinni síðustu vakt eftir gifturíkan starfsferil sem spannaði 20 ár góð ár og 4 mánuðum betur

Þura hefur svo sannarlega verið einn af okkar dýrmætu starfsmönnum sem stuðlað hafa að því jákvæða og góða viðhorfi sem skapast hefur til starfsmanna og starfssemi Brákarhlíðar í gegnum árin í samfélaginu.

Kærar þakkir Þura fyrir þitt frábæra framlag til Brákarhlíðar, heimilisfólks og samstarfsmanna, gangi þér og þínu fólki allt í haginn á komandi tímum !

Með Þuru á mynd hér með er Bjarki framkvæmdastjóri.