Nýskipuð stjórn Brákarhlíðar tekur til starfa

Nýskipuð stjórn Brákarhlíðar hélt sinn fyrsta fund fimmtudaginn 30. júní s.l. að afloknum sveitarstjórnarkosningum, starfstímabil þessarar stjórnar er fram til loka maí árið 2026.
Eftirtalir eru aðalmenn í stjórn heimilisins:
Guðsteinn Einarsson, sem er skipaður sameiginlega af hálfu hreppsnefnda Eyja- og Miklaholtshrepps og Skorradalshrepps, fulltrúar Borgarbyggðar eru þau Guðveig Eyglóardóttir, Magnús Smári Snorrason, Páll S. Brynjarsson og Sigrún Ólafsdóttir og síðast en ekki síst er Ragnhildur Eva Jónsdóttir fulltrúi Sambands borgfirskra kvenna í stjórninni.
Samþykkt var samhljóða að Sigrún Ólafsdóttir yrði formaður stjórnar og Páll S. Brynjarsson varaformaður.
Þær Guðveig og Ragnhildur Eva eru nýjar í stjórninni og koma í stað þeirra Jóns G. Guðbjörnssonar fyrrverandi formanns og Láru Kristínar Gísladóttur – er hér komið á framfæri kærum þökkum til þeirra Jóns og Láru fyrir góð störf í þágu heimilsins um leið og nýir stjórnarmenn eru boðnir velkomnir til starfa.