35 ára starfsaldursafmæli

Halla Magnúsdóttir sjúkraliði og forstöðumaður þjónustusviðs og „altmulig“ manneskja má segja hjá okkur í Brákarhlíð náði þeim áfanga að fagna 35 ára starfsaldri hjá okkur um síðustu mánaðarmót.
Við í Brákarhlíð erum svo sannarlega lánssöm að fá að njóta hennar krafta og nærveru þennan tíma og Halla er sko hvergi nærri hætt enda bráðung enn.
Með Höllu á myndinni er Bjarki framkvæmdastjóri sem færði henni blóm og smá glaðning í tilefni tímamótanna.
Til hamingju Halla með áfangann, það er ómetanlegt að fá að njóta þinna starfskrafta !