Frábær mæting á kaffihús

Það var aldeililis frábær mæting á kaffihúsið okkar í Brákarhlíð sem haldið var föstudaginn 13. maí s.l.

Ekki hefur verið unnt að halda kaffihús um hríð út af „dotlu“ þannig að það var kærkomið að geta opnað á þennan skemmtilega viðburð að nýju. Starfsfólk Brákarhlíðar sá um framkvæmdina alla og kaffiveitingar og þökkum við öllum þeim sem lögðu hönd á plóg með einum eða öðrum hætti. Gestir gæddu sér á kaffiveitingum, hlustuðu á Vigni okkar Sigurþórsson leika og syngja ljúfa tóna og hægt var að kaupa muni framleidda í vinnustofu heimilisins.

Kærar þakkir fyrir komuna vinir okkar, við stefnum að því að endurtaka leikinn fyrr en seinna.