Nýskipuð stjórn Brákarhlíðar tekur til starfa

Nýskipuð stjórn Brákarhlíðar hélt sinn fyrsta fund fimmtudaginn 30. júní s.l. að afloknum sveitarstjórnarkosningum, starfstímabil þessarar stjórnar er fram til loka maí árið 2026. Eftirtalir eru aðalmenn í stjórn heimilisins: Guðsteinn Einarsson, sem er skipaður sameiginlega af hálfu hreppsnefnda Eyja- og Miklaholtshrepps og Skorradalshrepps, fulltrúar Borgarbyggðar eru þau Guðveig Eyglóardóttir, Magnús Smári Snorrason, Páll S. Brynjarsson og Sigrún Ólafsdóttir og …

35 ára starfsaldursafmæli

Hún Sigríður Helga Skúladóttir sjúkraliði, eða Sigga Skúla eins og hún er kölluð dagsdaglega, náði þeim áfanga að fagna 35 ára starfsaldri hjá okkur í Brákarhlíð 31. maí s.l. Sigga byrjaði að starfa í eldhúsinu kornung en færði sig síðan yfir í aðhlynningarhlutann og hefur á starfstímanum sótt sér menntun sem sjúkraliði og verið dugleg að sækja námskeið og afla …

Frábær mæting á kaffihús

Það var aldeililis frábær mæting á kaffihúsið okkar í Brákarhlíð sem haldið var föstudaginn 13. maí s.l. Ekki hefur verið unnt að halda kaffihús um hríð út af „dotlu“ þannig að það var kærkomið að geta opnað á þennan skemmtilega viðburð að nýju. Starfsfólk Brákarhlíðar sá um framkvæmdina alla og kaffiveitingar og þökkum við öllum þeim sem lögðu hönd á …

Gleðilegt sumar !

Gleðilegt sumar kæru vinir okkar í Brákarhlíð og takk fyrir veturinn viðburðarríka. Nú höfum við loks aflétt öllum takmörkunum vegna Covid en viljum eftir sem áður biðja gesti um að koma ekki í heimsókn ef einhverra flensueinkenna er vart, takk. Covidtíminn hefur nú varað í rúm 2 ár og verið bæði lærdómsríkur en einnig reynt mjög á starfsemi velferðarkerfisins alls. …

Aflétting grímuskyldu og annarra takmarkana v/Covid

Ágætu heimilismenn & aðstandendur Nú höfum við aflétt grímuskyldu og öðrum takmörkunum vegna heimsókna til okkar í Brákarhlíð. Eftir sem áður höfðum við til ábyrgðar gesta – ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl). Með virðingu og vinsemd, Borgarnesi 19. apríl 2022 Stjórnendur Brákarhlíðar

Af stöðu mála varðandi Covidsmit í Brákarhlíð

Kæru vinir, Staðan hjá okkur í Brákarhlíð núna, líkt og undanfarna daga, er sú að nokkur Covid smit eru á meðal heimilismanna og eins eru nokkrir starfsmenn okkar með Covid. Starfsmannahópurinn stendur saman eins og fyrr sem einn maður og höfum við náð að manna heimilið að mestu þökk sé fórnfýsi starfsmanna og vilja til að hlaupa til og manna …

Í dag flöggum við í Brákarhlíð í tilefni afmælis forseta Íslands, Guðna Th. Jóha...

Fordæmalausir tímar – afburða árangur

Í vikunni birtist eftirfarandi grein eftir Björn Bjarka Þorsteinsson formann Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóra Brákarhlíðar á vefsvæði Vísis þar sem farið er yfir s.l. tvö ár og þá reynslu sem sá tími hefur leitt í ljós . Fordæmalausir tímar – afburða árangur Nú eru tvö ár frá því að við starfsmenn hjúkrunarheimila og annarra stofnana í heilbrigðiskerfinu tókumst …

Varðandi heimsóknir

Ágætu heimilismenn & aðstandendur  Nú afléttum við verulega á heimsóknarreglum í Brákarhlíð í ljósi þess að aflétt hefur verið nánast öllum takmörkunum vegna Covid-19 í samfélaginu. Við viljum þó fara ögn varlega og eftirfarandi reglur gilda varðandi heimsóknir frá og með 25. febrúar 2022 þar til annað verður tilkynnt: Opið er á heimsóknir alla daga kl. 13:00 – 18:30 Húsinu …

Laus störf í umönnun í Brákarhlíð !

Þar sem komið er að kaflaskilum hjá nokkrum af okkar góðu samstarfsmönnum í Brákarhlíð þá auglýsum við hér með laus störf í umönnun, störfin eru laus og/eða að losna. Upplýsingar veita þær Jórunn í síma 432-3191 eða Halla í síma 432-3190 á dagvinnutíma. Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu okkar, www.brakarhlid.is undir hnappnum „starfsumsóknir“. Eins erum við farin að …

Uppfærðar heimsóknarreglur, gilda f.o.m. 19. janúar 2022

Kæru íbúar og aðstandendur Nú þegar sóttkví er aflétt hjá okkur í Brákarhlíð viljum við upplýsa íbúa og aðstandendur um breytingar á heimsóknarreglum, við höldum áfram ákveðnum takmörkunum um sinn vegna fjölda smita og almennra takmarkana í samfélaginu. Eftirfarandi reglur gilda frá og með 19. janúar uns annað verður tilkynnt:  Að öllu jöfnu mæti ekki fleiri en 2 gestir í …

Sóttkví aflétt en áfram takmarkanir á heimsóknum

Kæra heimilismenn og aðstandendur, Nú hefur sóttkví verið aflétt hjá okkur en samt sem áður viljum við fara afar varlega í afléttingar varðandi takmarkanir á umferð um húsið, því munu eftirfarandi heimsóknarreglur gilda áfram fyrst um sinn: Athugið !  Heimsóknartími er á milli kl. 14:00 til kl. 18:00 Heimilið er áfram lokað um sinn fyrir almennar heimsóknir og umferð. Einn …