Mánudagsmolar 26.okt. 2020

Kæra heimilisfólk og aðstandendur, nokkrir mánudagsmolar. Við í Brákarhlíð störfum enn á neyðarstigi almannavarna og því höldum við óbreyttu fyrirkomulagi varðandi heimsóknir og heimsóknarbann a.m.k. að sinni. Örfáar undantekingar hafa verið gerðar og svo verður áfram með ákveðnum skilyrðum og í samráði við stjórnendur heimilisins og hjúkrunarvakt. Staðan verður tekin eftir næstu helgi varðandi næstu skref. Við erum mjög á …

Framlengt heimsóknarbann

Ágætu heimilismenn og aðstandendur, Sunnudaginn 4.október 2020 var lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna mikillar fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu. Í leiðbeiningum til starfsmanna hjúkrunarheimila er mælt með að á meðan neyðarstig varir sé gripið til þess að banna heimsóknir inn á heimilin nema um sé að ræða veikindi einstakra heimilismanna eða annarra aðstæðna sem metin eru hvert fyrir sig …

Föstudagsmolar, 9.október 2020

Kæra heimilisfólk og aðstandendur, Við erum svo lánsöm hér á starfssvæði Brákarhlíðar að það eru fá smit í samfélaginu og við í Brákarhlíð höfum enn sem komið er sloppið, við vonum svo sannarlega að svo verði áfram.  Sendum góðar kveðjur til kollega okkar sem eru að fást við þennan vágest og óskum þeim góðs gengis. Við verðum áfram með heimsóknarbann …

No photo description available.

Falleg gjöf frá Sigurði H. Þórólfssyni

  Sigurður H. Þórólfsson, gull- og silfursmiður, færði okkur í Brákahlíð fallega gjöf þegar hann kom til okkar í stutta hvíldardvöl öðru sinni fyrir stuttu. Hann hafði sérsmíðað, úr silfri, fallega Holtasóley sem hann sagði að væri eins og hann sjálfur sæi þessa fallegu plöntu. Holtasóleyin stendur… More

Vegna neyðarstig almannavarna

Ágætu heimilismenn og aðstandendur, Sunnudaginn 4.október 2020 var lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna mikillar fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu.  Í leiðbeiningum til starfsmanna hjúkrunarheimila er mælt með að á meðan neyðarstig varir sé gripið til þess að banna heimsóknir inn á heimilin nema um sé að ræða mikil veikindi einstakra heimilismanna eða annarra aðstæðna sem metin eru hvert fyrir …

Image may contain: food

Handverksmarkaður Brákarhlíðar

  Við í Brákarhlíð fylgjum straumnum sem hefur orðið í þá átt að nú er verslun að færast á netið 🙂 Brákarhlíð handverksmarkaður er ný facebook síða sem við höfum tekið í gagnið þar sem við sýnum og bjóðum til kaups muni sem framleiddir eru á vinnustofunni hjá okkur. Við hvetjum ykkur til að skoða,… More

No photo description available.

Öldrunarráð Íslands

  Árlega veitir Öldrunarráð Íslands viðurkenningu til einstaklinga, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar til og með 4. október 2020 á oldrunarrad@oldrunarrad.is.  

Image may contain: one or more people, people sitting, table and indoor

Söngstund á miðvikudögum

Á miðvikudögum er húsvörðurinn okkar Vignir Sigurþórsson með söngstund í samkomusalnum okkar og nú hljóma „komdu inn í kofann minn“ og fullt af öðrum fallegum söngperlum  🙂 ….gaman saman !

Lifðu Núna

Til upplýsinga

  Til upplýsinga fyrir heimilisfólk og aðstandendur þá setjum við hér inn greinargóða og gagnlega yfirferð sem birtist á www.lifdununa.is fyrir skömmu. https://lifdununa.is/grein/ibudin-fer-ekki-i-ad-borga-hjukrunarheimilid/?fbclid=IwAR3LQ4z8TMYdlzjeZ5aAzPfn2d4lQuIxT9MDxbQILOq3dEa6b7x3nraWehk   Lifðu Núna

Uppfærðar heimsóknarreglur 24.september 2020

Ágætu heimilismenn, aðstandendur og aðrir velunnarar heimilismanna í Brákarhlíð  Heimsóknarreglur, gilda frá 24. september 2020 Einn gestur má heimsækja íbúa hvern dag. Mælst er eindregið til þess að sami gestur sinni heimsóknum.  Barn yngra en 18 ára má koma í heimsókn en þá ekki í fylgd með öðrum gesti. (Undanþága frá heimsóknarreglum er skoðuð ef heimilismaður er alvarlega veikur). Vinsamlegast …