Vegna neyðarstig almannavarna

Ágætu heimilismenn og aðstandendur,

Sunnudaginn 4.október 2020 var lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna mikillar fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu.  Í leiðbeiningum til starfsmanna hjúkrunarheimila er mælt með að á meðan neyðarstig varir sé gripið til þess að banna heimsóknir inn á heimilin nema um sé að ræða mikil veikindi einstakra heimilismanna eða annarra aðstæðna sem metin eru hvert fyrir sig.

Því höfum við, stjórnendur Brákarhlíðar, ákveðið að banna heimsóknir inn á heimilið frá og með 5.október 2020.  Við horfum til þess að þessi ráðstöfun vari að óbreyttu í 2 vikur og gildi til og með 19.október.  Staðan verður endurmetin eftir þörfum og hlutaðeigandi upplýstir um leið og einhver breyting verður.  Þessi ákvörðun er sem fyrr tekin með hagsmuni heimilismanna okkar að leiðarljósi.

Með vinsemd,

Borgarnesi 5.október 2020

Stjórnendur Brákarhlíðar

e.s. nánari útlistun:

Heimsóknir á hjúkrunarheimili

NEYÐARSTIG almannavarna – COVID-19

Heimsóknarbann er á NEYÐARSTIGI

Einstaka undanþágur eru veittar ef

 1. Íbúi er í lífslokameðferð
 2. Íbúi veikist skyndilega
 3. Um er að ræða neyðartilfelli
 4. Það sé metið sem svo að nauðsynlegt sé að rjúfa þessa reglu

Gestir á undanþágu skulu þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta hendur við komu inn á heimilið. Nota á hanska og grímu (maska) meðan á dvöl stendur og nota tiltekinn stól inn á herbergi viðkomandi heimilismanns, virða skal 1 metra fjarlægðarmörk sem kostur er.

Áréttað er að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

 1. eru í sóttkví
 2. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku
 3. hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 7 dagar frá heimkomu
 4. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
 5. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.s.frv.)

 

 • Heimsóknargestir eiga að fara beint inn og út úr herbergi aðstandenda og með ekki dvelja í sameiginlegum rýmum.
 • Heimsóknargestur sem þarf að ná tali af starfsmanni er beðin um að hringja til hans.
 • Heimilisfólk sæki ekki samkomur út í bæ né fara í þjónustu utanhúss sem má og getur beðið meðan NEYÐARSTIG varir.