Framlengt heimsóknarbann

Ágætu heimilismenn og aðstandendur,
Sunnudaginn 4.október 2020 var lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna mikillar fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu. Í leiðbeiningum til starfsmanna hjúkrunarheimila er mælt með að á meðan neyðarstig varir sé gripið til þess að banna heimsóknir inn á heimilin nema um sé að ræða veikindi einstakra heimilismanna eða annarra aðstæðna sem metin eru hvert fyrir sig af fagfólki og stjórnendum heimilisins.
Því höfum við, stjórnendur Brákarhlíðar, ákveðið að banna áfram heimsóknir inn á heimilið. Við horfum til þess að þessi ráðstöfun vari að óbreyttu í 2 vikur í viðbót frá útgefinni dagsetningu í upphafi og gildi nú til og með 3.nóvember.
Staðan verður endurmetin eftir þörfum og hlutaðeigandi upplýstir um leið og einhver breyting verður.
Þessi ákvörðun er sem fyrr tekin með hagsmuni heimilismanna okkar að leiðarljósi.
Við þökkum kærlega fyrir þann skilning og hlýhug sem heimilisfólk og aðstandendur hafa hingað til sýnt í orði og verki í þessum lítt spennandi aðstæðum.
Með vinsemd og virðingu,
Borgarnesi 19.október 2020
Stjórnendur Brákarhlíðar