Þær Eyrún Baldursdóttir og Jóhanna Marín Björnsdóttir, starfsmenn Brákarhlíðar o...

Þær Eyrún Baldursdóttir og Jóhanna Marín Björnsdóttir, starfsmenn Brákarhlíðar o…

Þær Eyrún Baldursdóttir og Jóhanna Marín Björnsdóttir, starfsmenn Brákarhlíðar og nemar í hjúkrunarfræði, lögðu Lionsfólki lið þegar þau buðu upp á blóðsykursmælingu í dag. Lionsklúbbarnir hafa stutt ötullega við Brákarhlíð í gegnum árin og því ekki spurning í huga okkar að leggja þeim lið í sínum góðu verkum í þágu samfélagsins.

Aldeilis flott mæting í Alzheimerkaffi í Félagsbæ í dag. Okkar fulltrúar úr Brák...

Aldeilis flott mæting í Alzheimerkaffi í Félagsbæ í dag. Okkar fulltrúar úr Brák…

Aldeilis flott mæting í Alzheimerkaffi í Félagsbæ í dag. Okkar fulltrúar úr Brákarhlíð, þær Jórunn hjúkrunarforstjóri og Aldís iðjuþjálfi, kynntu þær áherslur sem unnið er samkvæmt í daglegu starfi á heimilinu. Vel að verki staðið hjá þeim stöllum👍 Þær Guðný og Ólóf, tenglar Alzheimersamtakanna, og þeirra hjálparhellur, eiga miklar þakkir skyldar fyrir að standa fyrir þessum samkomum. Og að lokum, …

Við í Brákarhlíð vekjum athygli á Alzheimerkaffi á fimmtudaginn kemur, þann 21. ...

Við í Brákarhlíð vekjum athygli á Alzheimerkaffi á fimmtudaginn kemur, þann 21. …

Við í Brákarhlíð vekjum athygli á Alzheimerkaffi á fimmtudaginn kemur, þann 21. nóvember kl. 17:00. Þær Jórunn og Aldís segja þar frá því starfi og áherslum sem við í Brákarhlíð erum að vinna eftir, t.a.m. Eden hugmyndafræðin, Namaste, minningarvinnu og m.m.fl. 🙂 …….og við vitum líka að þetta verður ekki bara fróðlegt heldur verður þetta líka gaman 🙂

Brákarhlíð og starfsmenn heimilisins hófu núna í vikunni formlega það ferðalag a...

Brákarhlíð og starfsmenn heimilisins hófu núna í vikunni formlega það ferðalag a…

Brákarhlíð og starfsmenn heimilisins hófu núna í vikunni formlega það ferðalag að öðlast vottun sem Eden heimili. 25 starfsmenn, af tæplega 80, sátu þriggja daga námskeið í þetta sinn og í janúar n.k. verða næstu 25 starfsmenn á samskonar námskeiði og svo koll af kolli. Stefnt er að því að næsta vor öðlist Brákarhlíð hina formlega vottun sem Eden heimili. …