Tilkynning vegna heimsóknarbann f.o.m.4. nóvember

Kæru heimilismenn og aðstandendur

Í því ljósi að upp er komið eitt smit í starfsmannahópi Brákarhlíðar þá höfum við ákveðið að loka fyrir heimsóknir inn á heimilið um sinn f.o.m. deginum í dag, 4. nóvember, staðan verður endurmetin eftir helgina. Ef aðstæður gefa tilefni til þá verða gerðar undantekningar á heimsóknarbanni en þá í samráði við vakthafandi hjúkrunarfræðing og/eða stjórnendur.

Viðkomandi starfsmaður var einkennalaus þegar hann var síðast í vinnu og bar grímu við störf sín eins og starfsfólk hefur gert frá því föstudaginn 22. október s.l. en engu að síður viljum við gæta ítrustu varkárni sem fyrr í ljósi stöðunnar.

Tölvupóstur hefur verið sendur á aðstandendur til upplýsinga, við viljum biðja þá aðstandendur sem þessa tilkynningu sjá og ekki hafa fengið tölvupóst um að senda okkur netfang sitt á netfangið brakarhlid@brakarhlid.is

Með vinsemd og von um skilning á aðstæðum,

Stjórnendur Brákarhlíðar