Starfsaldursviðurkenningar

Starfsaldursviðurkenningar voru afhentar fyrir skömmu hjá okkur í Brákarhlíð, þeir starfsmenn sem fengu viðurkenningu nú eru:
Fyrir 20 ára starf: Guðrún Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Þórdís Friðgeirsdóttir.
Fyrir 15 ára starf: Jóhanna Bára Hallgrímsdóttir og Sigrún Lára Hannesdóttir.
Fyrir 5 ára starf: Aldís Eiríksdóttir, Heiða Guðmundsdóttir og Margrét Stefánsdóttir.
Um leið og við óskum þessum góðu starfsmönnum til hamingju með áfangana þá þökkum við þeim fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu Brákarhlíðar og heimilismanna sem og þá tryggð sem þær hafa sýnt heimilinu.
Á myndinni sem hér fylgir eru ásamt Bjarka framkvæmdastjóra þær, frá vinstri, Sigríður Helga Skúladóttir, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd dóttur sinnar Heiðu Guðmundsdóttur, Jóhanna Bára Hallgrímsdóttir, Ingibjörg Þórdís Friðgeirsdóttir og Sigrún Lára Hannesdóttir.