Jóga í Brákarhlíð

Við í Brákarhlíð erum svo lánsöm að geta boðið heimilisfólki okkar upp á jóga reglulega og sér Guðlín Erla Kristjánsdóttir, sjúkraliði, jógakennari og starfsmaður Brákarhlíðar um þessa hollu og góðu tíma.
Fyrir stuttu tók hún ömmustelpurnar sínar með í tíma þannig að kynslóðabilið í Brákarhlíð er ekkert 🙂
Birtum hér með mynd sem Erla tók í tímanum sem þátttakendur gáfu leyfi fyrir að kæmi á síðu okkar.