Merki Brákarhlíðar – til fróðleiks

Í júlí árið 2012, sama dag og hjúkrunarálman, sem hýsir Tjörn, Dal og Hvamm, var vígð var tilkynnt var um nýtt nafn á heimilið sem hafði allt frá stofnun, í janúar 1971, verið kallað Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, DAB.
Brákarhlíð varð fyrir valinu í kosningu sem fram fór á meðal heimilismanna og starfsmanna í aðdraganda vígslunnar.
Í kjölfarið var Heiður Hörn Hjartardóttir á Bjargi fengin til að hanna merki Brákarhlíðar og fórst það mjög vel úr hendi.
Set hér með útskýringar sem Heiður Hörn sendi okkur með merkinu sem var valið og opinberað í október árið 2012.
Útskýring á merki Brákarhlíðar:
Við hönnun á þessu merki var unnið út frá nokkrum orðum sem tengjast Brákarhlíð beint eða óbeint.
Heimili
Hlíðin
Hlýja og kærleikur
Litir og gleði
Stafurinn B
Stafurinn B er myndaður úr hlíðinni sem einnig myndar húsþak og inn í myndast hjarta sem tákn um hlýjuna og kærleikinn sem í húsinu er.