Til okkar í Brákarhlíð hafa borist fyrirspurnir um hvort herða eigi á reglum að …

Til okkar í Brákarhlíð hafa borist fyrirspurnir um hvort herða eigi á reglum að nýju varðandi heimsóknir til heimilisfólks í ljósi tíðinda um smit á landinu undanfarna daga.

Stutta svarið, að svo stöddu allavega, er nei, EN, eftir sem áður ítrekum við tilmæli sem fram hafa komið um eftirfarandi og höfðum til ábyrgðarkenndar hvers og eins í okkar umhverfi.

Við biðjum um:

Allar heimsóknir fari fram inn á herbergjum heimilisfólks, gestir stoppi ekki á og í opnum rýmum og virði nálægðarmörk gagnvart öðru heimilisfólki og starfsfólki.

Ef fólk hefur verið erlendis að það láti líða 14 daga frá heimkomu þar til komið er í heimsókn í Brákarhlíð því þótt sýnataka við komu til landsins hafi verið neikvæð þá hefur reynslan sýnt að smit geta greinst eftir sýnatöku.

Alls hreinlætis sé áfram gætt í hvívetna, handþvottur, og sprittun að honum loknum gegna lykilhlutverki, og að ef fólk er með einhver einkenni sem passað geta við Covid-19 þá sé EKKI komið í heimsókn.

Að lokum þetta,
Munum öll að baráttan gegn Covid-19 er ekki unnin og smitum getur fjölgað gríðarlega hratt, við þurfum ÖLL að vera saman í liði. Ef forsendur breytast þá munum við tilkynna um það hér á þessum vettvangi.