Kæra heimilisfólk, aðstandendur og aðrir gestir, Nýjar sóttvarnarráðstafanir og…

Kæra heimilisfólk, aðstandendur og aðrir gestir,

Nýjar sóttvarnarráðstafanir og leiðbeiningar frá sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins tóku gildi í samfélaginu 15. júní síðastliðinn tengt því að farið var að skima fyrir COVID-19 á landamærum Íslands.

Sóttvarnarsvið landlæknis hefur mælst til þess að settar verði ákveðnar reglur um heimsóknir ættingja sem koma erlendis frá á hjúkrunarheimili til að tryggja eins og kostur er að verja þann viðkvæma hóp einstaklinga sem býr á heimilunum.

Stjórnendur Brákarhlíðar hafa fundað vegna þessa og vilja koma neðangreindum upplýsingum á framfæri til ykkar.
Mikilvægt er að hafa í huga að við verðum áfram að gæta fyllstu varúðar vegna COVID-19.

Við bendum á eftirfarandi heimsóknarreglur frá og með 26.júní 2020:

Ættingjar og aðrir gestir sem hafa verið erlendis:
• Komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14 daga frá komu til landsins.
• Þótt COVID-19 sýnataka á landamærum hafi verið neikvæð hefur reynslan sýnt að smit geta greinst eftir sýnatöku.

Það er mikilvægt að hafa í huga að baráttan gegn COVID-19 er ekki unnin og smitum getur fjölgað mjög hratt eins og reynsla hefur kennt okkur. Ef það gerist þurfa heimilin að grípa aftur til ákveðinna aðgerða og takmarkana.

Borgarnesi 26. júní 2020
Stjórnendur Brákarhlíðar