Sólrún Egils lætur af störfum eftir 33 ár starf og 6 mánuðum betur

Í dag eru tímamót hjá okkur í Brákarhlíð þegar hún Solla okkar, Sólrún Egilsdóttir, lýkur sinni síðustu vakt eftir gifturíkan starfsferil sem spannar 33 ár góð ár og 6 mánuðum betur.

Solla hefur svo sannarlega verið einn af okkar dýrmætu starfsmönnum sem stuðlað hafa að því jákvæða og góða viðhorfi sem skapast hefur til starfsmanna og starfssemi Brákarhlíðar í gegnum árin í samfélaginu.

Kærar þakkir Solla fyrir þitt frábæra framlag til Brákarhlíðar, heimilisfólks og samstarfsmanna !

Á myndinni með Sollu eru þau Halla, Jórunn og Bjarki stjórnendur heimilisins og má til gamans geta þess að samanlagður starfsaldur þeirra fjögurra spannar 97,2 ár hjá Brákarhlíð 🙂