Kæru vinir, við í Brákarhlíð erum svo sannarlega komin í sumarskap og birtum hér...

Kæru vinir, við í Brákarhlíð erum svo sannarlega komin í sumarskap og birtum hér…

Kæru vinir, við í Brákarhlíð erum svo sannarlega komin í sumarskap og birtum hér nokkrar myndir frá okkur úr starfinu í dag um leið og við setjum smá fréttamola í loftið um næstu varfærnu skref hjá okkur varðandi fyrirkomulag heimsókna🌻🌞

Þann 18. maí verða rýmkaðar eilítið reglurnar varðandi heimsóknir til heimilismanna okkar í Brákarhlíð og mega þeir hver og einn fá heimsóknir tvisvar í þeirri viku sem um ræðir.

Það þýðir að sami heimsóknargestur getur komið í tvö skipti eða þá ef sitthvor gesturinn komi og þá á öðrum tíma en hinn aðilinn.

Áfram þarf að bóka heimsóknartíma, í síma 692-1876 á dagvinnutíma, til þess að við getum stýrt því hve margir eru í húsi hverju sinni.

Við biðjum gesti um að stoppa ekki á opnum rýmum inn á heimilinu heldur ganga beint til og frá herbergi síns aðstandanda.

Frekari tilslakanir eru svo fyrirhugaðar f.o.m. 25. maí ef allt gengur vel.

Áfram hvetjum við gesti okkar til að gæta ítrasta hreinlætis, handþvottur og sprittun eru og verða grunnstef framvegis og áfram gilda reglurnar um að fólk íhugi ekki heimsókn inn á Brákarhlíð ef viðkomandi er í sóttkví, er í einangrun eða með grunsamleg einkenni s.s. eins og kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, kviðverki og slíkt.

Athugið að ef smit vegna Covid-19 aukast í samfélaginu að nýju eða smit vegna annarra smitsjúkdóma munu tilslakanir á heimsóknarbanninu verða endurmetnar.