Hún Þura okkar Bergsdóttir, starfsmaður Brákarhlíðar og meðlimur í Kvenfélagi Bo...

Hún Þura okkar Bergsdóttir, starfsmaður Brákarhlíðar og meðlimur í Kvenfélagi Bo…

Hún Þura okkar Bergsdóttir, starfsmaður Brákarhlíðar og meðlimur í Kvenfélagi Borgarness, kom færandi hendi í dag um leið og hún mætti á vaktina 🙂
Mætti með höfðinglegar gjafir, f.h. Kvenfélags Borgarness, til okkar, tvær spjaldtölvur, þannig að nú eru öll heimilin okkar komin með "sína" spjaldtölvu til afþreyingar fyrir heimilisfólkið okkar.
Kærar þakkir Kvenfélagskonur, alveg hreint gríðarlega dýrmætt að eiga ykkur að 🙏🌞