Góðan dag kæru vinir !
 Við í Brákarhlíð höfum ákveðið, í ljósi stöðunnar sem up...

Góðan dag kæru vinir ! Við í Brákarhlíð höfum ákveðið, í ljósi stöðunnar sem up…

Góðan dag kæru vinir !

Við í Brákarhlíð höfum ákveðið, í ljósi stöðunnar sem uppi er, að kalla eftir vöskum einstaklingum sem væru tilbúnir til að vera í Bakvarðasveit Brákarhlíðar ef upp koma þær aðstæður að okkar öflugu starfsmenn forfallast.
Okkar starfsemi er þannig að hlutirnir þurfa að "rúlla", og starfsmenn að vera til taks 24 klukkustundir á sólarhring, alla daga ársins. Heimilið þarf að þrífa, elda þarf mat og sinna þarf aðhlynningu og okkar mat nú er skynsamlegt sé að mynda Bakvarðasveit og vera þannig við öllu búin þó við vonum auðvitað að til kasta Bakvarðasveitar þurfi ekki að koma.

Frekari upplýsingar hér í skjali sem fylgir með.

Með vinsemd og þakklæti 🙏