Aldeilis mögnuð viðbrögð ! Það voru aldeilis mögnuð viðbrögð sem við upplifðum …

Aldeilis mögnuð viðbrögð !

Það voru aldeilis mögnuð viðbrögð sem við upplifðum í gær hér í Brákarhlíð við beiðni okkar um að fólk gæfi kost á sér í Bakvarðasveit Brákarhlíðar 👏👏👏

Nú þegar eru hátt í 40 einstaklingar komnir í bakvarðasveitina okkar, einstaklingar með víðtæka reynslu, fagmenntaðir bæði hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, nemar á heilbrigðissviði, fólk með reynslu af umönnunarstörfum og svo aðrir með reynslu úr allt öðrum áttum þannig að við erum með mjög öflugan her á bakvið okkur hér í Brákarhlíð, algerlega frábært – og við segjum bara takk en enn er opið fyrir skráningu

Auðvitað vonum við að ekki þurfi til þess að koma að við þurfum að kalla bakvarðasveitina okkar til en það er óneitanlega þægileg tilfinning að vita af öflugum hóp sem er tilbúið til að leggja okkur lið 🙏