Framlenging á heimsóknarbanni

Kæru vinir,

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða á landsvísu þá sjáum við okkur ekki fært að sinni að slaka á heimsóknarreglunum okkar, sjá: https://brakarhlid.is/covid-19-upplysingasida/ og er því áfram lokað á heimsóknir til okkar fólks.  Við höldum í vonina um að fyrr en seinna verði hægt að opna á einstaka heimsóknir en við munum fara varlega af stað þegar slakað verður á aðgerðum.  Staðan  verður endurmetin um leið og aðstæður leifa.

Við þökkum kærlega fyrir þann skilning og hlýhug sem heimilisfólk, aðstandendur og starfsmenn hafa sýnt í orði og verki vegna þessara aðstæðna.

Með vinsemd,

Borgarnesi, 2. nóvember 2020

Stjórnendur Brákarhlíðar