COVID-19 upplýsingasíða

Ágætu heimilismenn, aðstandendur & velunnarar heimilismanna í Brákarhlíð

 Nú afléttum við verulega heimsóknarreglur á Brákarhlíð í ljósi góðrar stöðu sem sóttvarnaryfirvöld hafa kynnt.

 

Eftirfarandi reglur gilda varðandi heimsóknir frá og með 16. júní 2021 þangað til annað verður tilkynnt:

Opið er á heimsóknir alla daga frá kl. 11:00

Húsinu er lokað um kl. 18:30 (á kvöldmatartíma) og þurfa þeir sem koma eftir þann tíma að hringja dyrabjöllu sem er í forstofu heimilisins.

Gestir þurfa ekki að bera andlitsgrímu við komu inn á heimilið nema um sé að ræða óbólusetta einstaklinga.

Ekki eru fjöldatakmarkanir varðandi gestakomu og heimilt er að sitja í opnum rýmum.

Persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvottur og sprittun á enn við.  Heimilisfólk, starfsfólk og gestir verða að spritta hendur við komu.

  • Virðið 1 metra reglu við aðra heimilismenn, gesti og starfsfólk.

Heimilismenn mega fara út af heimilinu, t.d. í bílferðir og heimsóknir.  Munum samt að áfram þarf að fylgja ýtrustu reglum almannavarna sem í gildi eru hverju sinni, virða fjöldatakmarkanir og gæta allra sóttvarna.

Eftirfarandi reglur gilda áfram:

  • Ekki koma í heimsókn ef þú ert í einangrun eða sóttkví eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  • Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
  • Fullbólusettir aðstandendur sem dvalið hafa erlendis mega koma í hemsókn eftir að hafa fengið neikvætt svar úr skimun á landamærum og eru með öllu einkennalausir. Mælst er til að þeir séu með andlitsgrímu og séu ekki í sameiginlegum rýmum heimilisins heldur fari beint inn á herbergi þess sem verið er að heimsækja þar til 7 dögum eftir komu til landsins. Óbólusettir aðstandendur sem eru að koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn inn á heimilið fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu, undanþágu er hægt að ræða um við stjórnendur heimilisins ef um er að ræða skyndileg veikindi og/eða lífslokameðferð hjá heimilismanni.

Þessar reglur, sem ætlaðar eru til að vernda heimilismenn og starfsfólk okkar verða endurskoðaðar eftir þörfum og þróun mála.  Send verður út ný tilkynning ef breyting verður á.

Með virðingu og vinsemd,

Borgarnesi 15. júní 2021

Stjórnendur Brákarhlíðar