Gott fólk 🙂 það er þriðjudagur í dag, eins og yfirleitt gerist eftir að mánudagur er liðinn, og það þýðir að það er kaffihús í dag á milli kl. 14 og 16 hjá okkur í Brákarhlíð – sjáumst 👍🙏🍰🥧☕️
Íbúarnir hafa verið að gera þessi fallegu borð sem henta svo ljómandi vel á pall…
Íbúarnir hafa verið að gera þessi fallegu borð sem henta svo ljómandi vel á pallinn, stéttina eða flötina. Þau eru til í ýmsum útfærslum og kosta kr. 15.000. Fallegt handverk á kostakjörum ! Hægt að nálgast alla virka daga milli kl. 8 og 4.
Við erum byrjuð að undirbúa næsta kaffihús. Hér erum við að skella í döðlutertu …
Við erum byrjuð að undirbúa næsta kaffihús. Hér erum við að skella í döðlutertu sem verður á boðstólum. Hlökkum til að sjá ykkur.
Aldeilis flotti dagurinn í dag þegar nokkrir heimilis- og starfsmenn Brákarhlíða…
Aldeilis flotti dagurinn í dag þegar nokkrir heimilis- og starfsmenn Brákarhlíðar fóru í Skallagrimsgarðinn okkar fína🌻🌹🌷🌻Steinunn Pálsdóttir, umsjónarmaður garðsins, tók á móti hópnum og þandi harmonikkuna góðu meðan fólkið okkar naut fegurðar garðsins, veðurblíðunnar og gæddi sér á ís😎🙏
Verið velkomin á kaffihúsið okkar úti í sólinni eða inni í skugganum. Í dag er …
Verið velkomin á kaffihúsið okkar úti í sólinni eða inni í skugganum. Í dag er boðið upp á rabarbaraköku með ís, vöfflu með ís og fleira. Baukur á staðnum fyrir frjáls framlög.
Kaffihúsastemning í Brákarhlíð í dag Kærar þakkir fyrir komuna og takk fyrir h…
Kaffihúsastemning í Brákarhlíð í dag 🙏 Kærar þakkir fyrir komuna og takk fyrir hjálpina núverandi og fyrrverandi starfsmenn Brákarhlíðar – þetta var sko gaman og gott 👏👏👏 látum hér nokkrar myndir fylgja sem fanga stemninguna notalegu 🙂
Kvenfélag Reykdæla sendi okkur í Brákarhlíð veglegan glaðning í dag. Félagskonu…
Kvenfélag Reykdæla sendi okkur í Brákarhlíð veglegan glaðning í dag. Félagskonur héldu bingó í vetur og afrakstur þess, hvorki meira né minna en 200.000,- kr., lögðu þær inn til styrktar byggingar á gróðurhúsi/gróðurskála við Brákarhlíð. Kærar þakkir sendum við til félagskvenna í Kvenfélagi Reykdæla fyrir þennan höfðinglega stuðning 🙏😃 Setjum hér með myndir úr garðinum okkar sem teknar voru í …
Gleðilegt sumar kæru vinir Þriðjudaginn 4.júní n.k. ætlum við að bjóða upp á …
Gleðilegt sumar kæru vinir 🌻🌷 Þriðjudaginn 4.júní n.k. ætlum við að bjóða upp á "kaffihúsastemningu" hér í Brákarhlíð á milli kl.14 og 16 fyrir framan Tjörn. Kaffi og með því frítt á opnunardeginum 😉 Þetta er tilraun sem við ætlum að prófa á þessum tíma vikulega, á þriðjudögum á milli kl.14 og 16 fram til 2.júlí 🙂🍰☕ Allir velkomnir !
Börn Jóns Eggertssonar, fyrrverandi kaupmanns í Borgarnesi, komu færandi hendi f…
Börn Jóns Eggertssonar, fyrrverandi kaupmanns í Borgarnesi, komu færandi hendi fyrir skömmu, og færðu Brákarhlíð og heimilisfólki að gjöf 3 eintök af bókinni „Leiðin frá Langanesi“ sem er lýsing á veraldarsiglingu Jóns í gegnum árin. Kærar þakkir 🙂
Gerðubergskórinn kom við hjá okkur í Brákarhlíð í dag, föstudaginn 17.maí, og sö…
Gerðubergskórinn kom við hjá okkur í Brákarhlíð í dag, föstudaginn 17.maí, og söng og lék nokkur vel valin lög undir stjórn Kára Friðrikssonar. Öflugur kór sem kennir sig við félagsaðstöðuna Gerðuberg í Breiðholti 🙂 takk fyrir komuna í Brákarhlíð 🙏
Kom til okkar í Brákarhlíð flottur hópur úr 1. til 3.bekk frá Grunnskóla Borgarf…
Kom til okkar í Brákarhlíð flottur hópur úr 1. til 3.bekk frá Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Krakkarnir sýndu heimilisfólki og starfsmönnum afurð vinnu sinnar úr Átthagaverkefni sem þau hafa unnið að, t.d. með gerð ættartrjáa. Það var mikið spjallað, spáð og spekúlerað 🙂 ….og krakkarnir kunna svo sannarlega góðar umgengnisvenjur, sjá mynd af snyrtilega röðuðum skóm í forstofunni, stórt "læk" …
Hér í Brákarhlíð erum við með búnað fyrir bókband, ef einhver vinur okkar vill f…
Hér í Brákarhlíð erum við með búnað fyrir bókband, ef einhver vinur okkar vill fá til afnota eða þekkir einhvern sem gæti notað og nýtt þá stenda þessar græjur til boða endurgjaldslaust. Upplýsingar í síma 6608245 – endilega látið berast svo annars sjáum við ekki annað en að láta þetta frá okkur og á haugana eins og sagt er….