Það var stemning á þorrablóti Brákarhlíðar fimmtudagskvöldið 8.febrúar, Gísli Ei...

Það var stemning á þorrablóti Brákarhlíðar fimmtudagskvöldið 8.febrúar, Gísli Ei…

Það var stemning á þorrablóti Brákarhlíðar fimmtudagskvöldið 8.febrúar, Gísli Einarsson var veislustjóri og þau Lára Kristín Gísladóttir og Höskuldur Kolbeinsson sungu við undirleik Viðars Guðmundssonar, engin svikin af svona stórskotaliði 😊
Síðan var dansað við undirleik Vignis Sigurþórssonar og þar var ekki slegið slöku við🤗 Að endingu stjórnaði Aldís Eiríksdóttir spilabingó og þar voru vinningar a færibandi 😉 takk fyrir gott kvöld og kærar þakkir allt starfsfólk Brákarhlíðar sem að kvöldinu kom á einn eða annan hátt !
Við þetta tækifæri var þeim Önnu Kristínu Pétursdóttur og Sigrúnu Sólmundardóttur þakkað fyrir góð störf fyrir heimilið en þær hafa báðar látið af störfum eftur rúmlega 20 ára gifturík störf fyrir Brákarhlíð.