Þ

Guðnýjarstofa

Þriðjudaginn 15. september komu aðstandendur Guðnýjar Baldvinsdóttir heitinnar færandi hendi til okkar í Brákarhlíð með myndir og muni til þess að hafa í Guðnýjarstofunni okkar 😊
Það voru þau Rebekka Björk Þiðriksdóttir, (bróðurdóttir GB, býr í Borgarnesi), Sólrún Konráðsdóttir, (systurdóttir GB, býr í Hafnarfirði), Vigfús Pétursson, (systursonur GB, býr í Hægindi) og Sólrún Eva Hilmarsdóttir, (barnabarn Sólrúnar, býr í Reykjavík), sem komu með myndir og aðra dýrgripi sem Guðný hafði átt og notað.
Við birtum hér nokkrar myndir, úr stofunni og af frændfólki Guðnýjar sem kom til okkar. Guðnýjarstofa er á þriðju hæð Brákarhlíðar og er nefnd til heiðurs Guðnýju sem var sannur velgjörðarmaður Brákarhlíðar eins og sagt var frá í eftirfarandi orðum sem birtust í minningargrein um hana á sínum tíma;
„Við í Brákarhlíð höfum svo sannarlega notið góðvildar og hlýju Guðnýjar, hún hefur verið mikill velgjörðarmaður heimilisins og fært heimilinu í gegnum árin veglegar gjafir og styrki, einnig var hún afar dugleg við, áður en hún kom til okkar sem heimilismaður, þá orðin rúmlega 100 ára, að heimsækja vini og vandamenn hingað á heimilið, arkaði þá til okkar af Böðvarsgötunni í nánast hvaða veðri sem var og stytti fólki stundir. Guðný var dugleg að hreyfa sig og fékk sér daglega göngutúra nánast fram á sitt síðasta, klæddi sig bara aðeins betur ef það gustaði en lét ekki rok eða rigningu stoppa sig í sinni staðfestu. Einnig var Guðný mjög dugleg við hannyrðir og ófáir tveggja þumla belgvettlingar hafa verið framleiddir og seldir á árlegum basar Brákarhlíðar og ágóðinn af þeirri sölu fór til stuðnings kaupa á munum fyrir iðju og handavinnustofu heimilisins.”
Blessuð sé minning Guðnýjar 🙏
+3
119
People Reached
103
Engagements
Vekja athygli á færslu
22
2 ummæli
Líkar þetta

Skrifa ummæli
Deila