Heimsóknarreglur, uppfærðar 18.sept. 2020

Ágætu heimilismenn, aðstandendur & aðrir velunnarar heimilismanna í Brákarhlíð,

 Heimsóknarreglur, gilda frá 18. september 2020*

  • Einn gestur má heimsækja íbúa hvern dag. Mælst er til þess að sami gestur sinni heimsóknum a.m.k. nú að sinni.  Barn yngra en 18 ára getur verið nánasti aðstandandi og má koma í heimsókn en þá ekki í fylgd með öðrum gesti.
  • Við biðjum um að farið sé beint inn á herbergi til íbúans og ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi biðjið þá starfsfólk um að sækja hann, ekki gera það sjálf.
  • Virðið 2 metra nándarmörk og forðist snertingu eins og hægt er.

*Undanþága frá heimsóknarreglum er skoðuð ef heimilismaður er alvarlega veikur.

 Heimsóknir eru heimilar á milli kl. 13:00 og 18:00.

Gestir sem til okkar koma þurfi að hringja dyrabjöllu til þess að komast inn og geri grein fyrir hvern verið er að heimsækja og gefi upp nafn sitt.

 

Við hvetjum heimilisfólk til að viðhafa eins mikla sóttkví og kostur er.

Skv. leiðbeiningum frá samstarfshóp hjúkrunarheimila er mælst til þess að heimilisfólk fari ekki í hópfagnaði þar sem fleiri en 10 koma saman.

 Munið handþvott og sprittun !

Eftirfarandi reglur gilda áfram:

  • Ekki koma í heimsókn ef þú ert í sóttkví eða einangrun, einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku.
  • Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl). eða önnur almenn einkenni um veikindi.
  • Ekki koma í heimsókn ef þú hefur dvalið erlendis og ekki eru liðnir 7 dagar frá heimkomu.
  • Ekki koma í heimsókn ef þú hefur verið í einangrun og ekki liðnir 14 dagar frá útskrift.

Þessar reglur, sem ætlaðar eru til að vernda heimilismenn og starfsfólk okkar, verða endurskoðaðar eftir þörfum og verður send út tilkynning um leið og einhver breyting verður.

Með vinsemd og þakklæti fyrir skilning á aðstæðum !

 

Borgarnesi 18. september 2020

Stjórnendur Brákarhlíðar