Sæl öll, nú er fjórði dagur frá því að heimsóknarbanni var aflétt, að hluta, runninn upp. Það eru margir heimilismenn lukkulegir með það að hafa fengið að hitta sinn ástvin í fyrsta sinn í margar vikur.
Nú er að líða að helginni og viljum við hvetja þá sem komu á mánudag og þriðjudag, og eins þá sem ekki hafa haft tök á að heimsækja sinn aðstandanda, til þess að hafa samband við Höllu í síma 692-1876, á dagvinnutíma, fyrir helgina til þess að bóka tíma.
Til útskýringa þá erum við að stýra heimsóknum í sama form og við skiptingu á starfsmannahópnum okkar, þ.e. þeir sem komu á mánudag og þriðjudag í þessari viku geta komið föstudag, laugardag og sunnudag núna en þeir sem komu á miðvikudag og fimmtudag í þessari viku geta þá komið á mánudag og þriðjudag í næstu viku og svo um aðra helgi og svo koll af kolli 😊
Hvenær næstu skref varðandi frekari afléttingu verða tekin er ekki komið í ljós en við fylgjumst grannt með hverju fram vindur hjá almannavörnum og sóttvarnarlækni í stjórn aðgerða.
Við erum afar þakklát fyrir góð og vingjarnleg samskipti við heimilisfólk og aðstandendur í öllum þessum sérstöku kringumstæðum sem og starfsfólki okkar sem hefur lagt gríðarlega mikið af mörkum til þess að allt gangi sinn gang 🙏við þreyjum þetta áfram, saman 🌞🙏🌞