Kæru vinir, um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars, sem fer nú bara v...

Kæru vinir, um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars, sem fer nú bara v…

Kæru vinir, um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars, sem fer nú bara vel af stað veðurfarslega 🌞🌞🌞 ….þá setjum hér fram það verklag sem við munum viðhafa fyrst í stað í kjölfar þess að nú er verið að feta fyrstu skrefin við að afnema heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum.

4.maí er fyrsti dagur sem við heimilum heimsóknir en með öllu því regluverki sem er hér fram sett. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur vel efni þessa skjals sem hér fylgir, gott er að smella á myndina til að stækka letur.

Við vonumst eftir góðu samstarfi og skilningi á því hvernig við framkvæmum þessi fyrstu viðkvæmu skref við afléttingu á heimsóknarbanni til okkar heimilismanna. Aðstæðurnar eru eins og margoft hefur verið nefnt án fordæma og því þurfum við öll að hjálpast að við framkvæmdina næstu vikur 🙏

Með vinsemd og virðingu,
Stjórnendur Brákarhlíðar