Kórónaveiran og áhrif á daglegt líf í Brákarhlíð Íbúar Brákarhlíðar eru flestir…

Kórónaveiran og áhrif á daglegt líf í Brákarhlíð

Íbúar Brákarhlíðar eru flestir í áhættuhóp að veikjast alvarlega af Kórónaveirunni komist þeir í snertingu við hana. Því viljum við leggja okkur fram um að koma í veg fyrir að veiran berist inn á heimilið.

Mikilvægt er að þið, kæru aðstandendur bíðið með heimsóknir inn á heimilið ef þið, eða einhver nákominn ykkur, er með kvef eða önnur flensulík einkenni s.s. hósta. Einkum ef þið hafið verið erlendis að þið frestið heimsóknum í 14 daga frá heimkomu.

Miðað við núverandi stöðu óskum við eftir því að allir sem eiga erindi inn á heimilið hafi í huga að:
· Vandaður handþvottur og handsprittun er mikilvægasta ráðið til að forðast smit.
· Forðast líkamlega snertingu svo sem handabönd, faðmlög og kossa.
· Forðast snertingu einsog hægt er við almenna snertifleti svo sem handrið og hurðarhúna.

Við viljum benda á vef Landlæknisembættisins landlaeknir.is. Þar er að finna áreiðanlegar og uppfærðar leiðbeiningar og upplýsingar um Kórónaveiruna.

Við í Brákarhlíð fylgjumst með þróun mála, tökum stöðuna og endurmetum okkar nálgun en höfum heilsu og velferð íbúanna ávallt í forgangi.

Með vinsemd og virðingu, f.h. starfsmanna og íbúa í Brákarhlíð,
Jórunn María Ólafsdóttir
4.mars 2020