Kæru vinir, að fengnu áliti læknis heimilisins viljum við beina eftirfarandi til…

Kæru vinir, að fengnu áliti læknis heimilisins viljum við beina eftirfarandi til gesta okkar :

Vegna COVID-19

Ágætu aðstandendur heimilisfólks í Brákarhlíð og aðrir gestir heimilisins !

Við viljum vekja athygli á þessum texta hér að neðan sem er að finna á heimasíðu Embættis landlæknis og beinum þeim eindregnu tilmælum til starfsmanna okkar og allra gesta að ef þeir hafa verið á þessum tilgreindum svæðum að þeir komi ekki inn á heimilið í þá 14 daga sem nefndir eru af tillitssemi við heimilisfólk hér.

„Sóttvarnalæknir minnir á að einstaklingar, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim eru hvattir til að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði, sjá leiðbeiningar til einstaklinga í sóttkví. Ef þeir fá einkenni frá öndunarfærum innan 14 daga, sérstaklega með hita, skulu þeir hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslu símleiðis en ekki mæta óboðaðir á sjúklingamóttökur.“

Með vinsemd og ósk um skilning á aðstæðum.

f.h. Brákarhlíðar,
Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri