Heimsóknarreglur, gilda f.o.m. 30. janúar 2021

Það er ánægjulegt að nú hafa langflestir heimilismenn hjá okkur fengið seinni bólusetningu.  Því er komið tilefni til að slaka á heimsóknartakmörkunum og taka nýjar reglur þar að lútandi gildi laugardaginn 30. janúar 2021.

Opið er á heimsóknir alla daga milli kl. 14:00 og 18:00

Ekki hafa allir heimilismenn lokið bólusetningu og því gilda fyrri takmarkanir á heimsóknum til þeirra, þ.e. einn og sami heimsóknargestur á viku.

Gestir verða að bera andlitsgrímu við komu inn á heimilið.

Persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvottur, sprittun og notkun andlitsgríma á enn við.  Heimilisfólk og gestir verða að spritta hendur við komu og brottför.

  • Við biðjum um að farið sé stystu leið til og frá herbergi heimilismanns og ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Varast ber sameiginlega snertifleti.
  • Ekki er heimilt að nýta setustofur og opin rými til heimsókna
  • Virðið 2ja metra reglu við aðra heimilismenn og starfsfólk því það hefur ekki fengið bólusetningu.

Heimilismönnum mega nú fara út af heimilinu, t.d. í bílferðir og heimsóknir.  Munum samt að áfram þarf að fylgja reglum almannavarna, virða fjöldatakmarkanir og gæta ýtrustu sóttvarna utan Brákarhlíðar.

Eftirfarandi reglur gilda áfram:

  • Ekki koma í heimsókn ef þú ert í einangrun eða sóttkví eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  • Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
  • Ekki koma í heimsókn ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Þessar reglur, sem ætlaðar eru til að vernda heimilismenn og starfsfólk okkar verða endurskoðaðar eftir þörfum og þróun mála.  Send verður út ný tilkynning ef breyting verður á.

Með virðingu og vinsemd,

Borgarnesi 29. janúar 2021

Stjórnendur Brákarhlíðar