Mikilvægt að hafa í huga !

Birtum hér texta sem hangir uppi við alla innganga og á heimilum innan Brákarhlíðar, biðjum alla okkar gesti að taka tillit til þessa og einnig að íhuga fjölda gesta hverju sinni sem koma í heimsókn.

Ef aðstæður breytast þá munum við grípa til frekari ráðstafana.

En textinn er svohljóðandi:
„Kæru aðstandendur og aðrir gestir,

Um leið og við bjóðum þig/ykkur velkomin til okkar í Brákarhlíð þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri:

Við hvetjum til þess að ýtrasta hreinlætis sé gætt og biðjum við alla gesti sem í Brákarhlíð koma að þvo hendur og spritta bæði við komu og eins við brottför.  Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir áfram, handþvottur og handsprittun skipta grundvallarmáli þegar verið er að forðast að smit berist manna á milli.

Farið er fram á að gestir fari til herbergis þess sem verið er að heimsækja, ekki sé setið í sameiginlegum rýmum heimilismanna.

Farið er fram á að 2 metra nándarmörk séu virt gagnvart starfsfólki og öðru heimilisfólki en þeim sem verið er að heimsækja.

Leiðbeiningar frá sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins tóku gildi í samfélaginu í júní tengt því að farið var að skima fyrir COVID-19 á landamærum Íslands.

Mikilvægt er að hafa í huga að við verðum áfram að gæta fyllstu varúðar vegna COVID-19.

Við bendum á eftirfarandi heimsóknarreglur frá 26.júní 2020:

Ættingjar og aðrir gestir sem hafa verið erlendis:

  • Komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14 daga frá komu til landsins.
  • Þótt COVID-19 sýnataka á landamærum hafi verið neikvæð hefur reynslan sýnt að smit geta greinst eftir sýnatöku.

 

Það er mikilvægt að hafa í huga að baráttan gegn COVID-19 er ekki unnin og smitum getur fjölgað mjög hratt eins og reynsla hefur kennt okkur. Ef það gerist þarf að grípa aftur til ákveðinna aðgerða og takmarkana.“