Hún Sigríður Helga Skúladóttir sjúkraliði, eða Sigga Skúla eins og hún er kölluð dagsdaglega, náði þeim áfanga að fagna 35 ára starfsaldri hjá okkur í Brákarhlíð 31. maí s.l.
Sigga byrjaði að starfa í eldhúsinu kornung en færði sig síðan yfir í aðhlynningarhlutann og hefur á starfstímanum sótt sér menntun sem sjúkraliði og verið dugleg að sækja námskeið og afla sér frekari þekkingar tengt starfi sínu í Brákarhlíð.
Það er ómetanlegt að eiga að trygga starfsmenn eins og við erum svo heppin að eiga hér í Brákarhlíð og er Sigga svo sannarlega einn af þeim, takk Sigga og nú er bara að safna fleiri áföngum í sarpinn
Með Siggu á myndinni eru þau Halla forstöðumaður þjónustusviðs og Bjarki framkvæmdastjóri.
Til hamingju Sigga með áfangann, það er ómetanlegt að fá að njóta þinna starfskrafta !