Susanne Meier, sem er hér fremst á myndinni, hefur nú undanfarnar þrjár vikur, eins og reyndar einnig í fyrrasumar, verið hér hjá okkur Brakarhlíð til aðstoðar í iðjustofunni. Susanne, sem er þýsk og býr þar og starfar, hefur kosið að verja sumarfríinu sínu undanfarin sumur á Íslandi og hluta af því sem sjálfboðaliði hjá okkur í Brákarhlíð, einstök kona sem …
Fín og notaleg stemning á 3.kaffihúsinu hjá okkur Fengum þessa líka fínu sending…
Fín og notaleg stemning á 3.kaffihúsinu hjá okkur🌞☕ Fengum þessa líka fínu sendingu af nýbökuðum ástarpungum frá vildarvini okkar🙏….góð viðbót við rabarbarköku og fleira sem okkar fólk hafði útbúið. Nú eru tvö skipti eftir, 25.júní og 2.júlí, sjáumst kannski þá 😉🇮🇸
Gott fólk :) það er þriðjudagur í dag, eins og yfirleitt gerist eftir að mánudag…
Gott fólk 🙂 það er þriðjudagur í dag, eins og yfirleitt gerist eftir að mánudagur er liðinn, og það þýðir að það er kaffihús í dag á milli kl. 14 og 16 hjá okkur í Brákarhlíð – sjáumst 👍🙏🍰🥧☕️
Íbúarnir hafa verið að gera þessi fallegu borð sem henta svo ljómandi vel á pall…
Íbúarnir hafa verið að gera þessi fallegu borð sem henta svo ljómandi vel á pallinn, stéttina eða flötina. Þau eru til í ýmsum útfærslum og kosta kr. 15.000. Fallegt handverk á kostakjörum ! Hægt að nálgast alla virka daga milli kl. 8 og 4.
Við erum byrjuð að undirbúa næsta kaffihús. Hér erum við að skella í döðlutertu …
Við erum byrjuð að undirbúa næsta kaffihús. Hér erum við að skella í döðlutertu sem verður á boðstólum. Hlökkum til að sjá ykkur.
Aldeilis flotti dagurinn í dag þegar nokkrir heimilis- og starfsmenn Brákarhlíða…
Aldeilis flotti dagurinn í dag þegar nokkrir heimilis- og starfsmenn Brákarhlíðar fóru í Skallagrimsgarðinn okkar fína🌻🌹🌷🌻Steinunn Pálsdóttir, umsjónarmaður garðsins, tók á móti hópnum og þandi harmonikkuna góðu meðan fólkið okkar naut fegurðar garðsins, veðurblíðunnar og gæddi sér á ís😎🙏
Verið velkomin á kaffihúsið okkar úti í sólinni eða inni í skugganum. Í dag er …
Verið velkomin á kaffihúsið okkar úti í sólinni eða inni í skugganum. Í dag er boðið upp á rabarbaraköku með ís, vöfflu með ís og fleira. Baukur á staðnum fyrir frjáls framlög.
Kaffihúsastemning í Brákarhlíð í dag Kærar þakkir fyrir komuna og takk fyrir h…
Kaffihúsastemning í Brákarhlíð í dag 🙏 Kærar þakkir fyrir komuna og takk fyrir hjálpina núverandi og fyrrverandi starfsmenn Brákarhlíðar – þetta var sko gaman og gott 👏👏👏 látum hér nokkrar myndir fylgja sem fanga stemninguna notalegu 🙂
Kvenfélag Reykdæla sendi okkur í Brákarhlíð veglegan glaðning í dag. Félagskonu…
Kvenfélag Reykdæla sendi okkur í Brákarhlíð veglegan glaðning í dag. Félagskonur héldu bingó í vetur og afrakstur þess, hvorki meira né minna en 200.000,- kr., lögðu þær inn til styrktar byggingar á gróðurhúsi/gróðurskála við Brákarhlíð. Kærar þakkir sendum við til félagskvenna í Kvenfélagi Reykdæla fyrir þennan höfðinglega stuðning 🙏😃 Setjum hér með myndir úr garðinum okkar sem teknar voru í …
Gleðilegt sumar kæru vinir Þriðjudaginn 4.júní n.k. ætlum við að bjóða upp á …
Gleðilegt sumar kæru vinir 🌻🌷 Þriðjudaginn 4.júní n.k. ætlum við að bjóða upp á "kaffihúsastemningu" hér í Brákarhlíð á milli kl.14 og 16 fyrir framan Tjörn. Kaffi og með því frítt á opnunardeginum 😉 Þetta er tilraun sem við ætlum að prófa á þessum tíma vikulega, á þriðjudögum á milli kl.14 og 16 fram til 2.júlí 🙂🍰☕ Allir velkomnir !
Börn Jóns Eggertssonar, fyrrverandi kaupmanns í Borgarnesi, komu færandi hendi f…
Börn Jóns Eggertssonar, fyrrverandi kaupmanns í Borgarnesi, komu færandi hendi fyrir skömmu, og færðu Brákarhlíð og heimilisfólki að gjöf 3 eintök af bókinni „Leiðin frá Langanesi“ sem er lýsing á veraldarsiglingu Jóns í gegnum árin. Kærar þakkir 🙂
Gerðubergskórinn kom við hjá okkur í Brákarhlíð í dag, föstudaginn 17.maí, og sö…
Gerðubergskórinn kom við hjá okkur í Brákarhlíð í dag, föstudaginn 17.maí, og söng og lék nokkur vel valin lög undir stjórn Kára Friðrikssonar. Öflugur kór sem kennir sig við félagsaðstöðuna Gerðuberg í Breiðholti 🙂 takk fyrir komuna í Brákarhlíð 🙏