Mánudaginn 25.maí n.k. stefnum við að því að opna aftur hjá okkur iðju- og vinnustofuna okkar sem við köllum Hjarðarból, sama nafn og var á húsinu sem stóð á Borgarbraut 67. Okkur hlakkar mikið til þegar starfið verður komið sem mest í fastar skorður að nýju 🙏 Látum hér fylgja lítið myndskeið af fallegum munum sem okkar fólk hefur gert 🌼
Ef fram heldur sem horfir er stefnan að opna fyrir heimsóknir f.o.m. þriðjudeginum 2.júní en við hvetjum áfram til að fyllsta hreinlætis sé gætt og fólk hugi að eigin heilsufari áður en komið er í heimsókn til okkar fólks í Brákarhlíð.