2. júní 
 Kæru vinir, til 2. júní n.k. gilda áfram sömu reglur varðandi heimsókn...

2. júní Kæru vinir, til 2. júní n.k. gilda áfram sömu reglur varðandi heimsókn…

2. júní 🌞

Kæru vinir, til 2. júní n.k. gilda áfram sömu reglur varðandi heimsóknir og verið hafa síðan 18.maí. Hver heimilismaður má fá 2 heimsóknir á viku og ekki bundið við sama heimsóknargest í bæði skiptin.
Tímapantanir sem fyrr í síma 692-1876 á dagvinnutíma.

Ekki er gert ráð fyrir að heimilismenn fari í bíltúra eða heimsóknir fyrr en 2. júní.

Frá 2. júní verða heimsóknir leyfðar án tímapantana eða frekari hafta, við áskiljum okkur rétt til breytinga ef upp koma aðstæður í samfélaginu sem taka þarf tillit til varðandi endurskoðun á þessari dagsetningu.

Við viljum brýna fyrir öllum gestum okkar að passa vel upp á handþvott og almennt hreinlæti og jafnframt að íhuga hvort um einhver einkenni sé að ræða varðandi heilsufar sem aftra ættu frá heimsókn inn á hjúkrunarheimili.

Njótum sumarsins og lífsins kæru vinir, setjum hér með myndir úr garðinum okkar þar sem sumarblómin eru í aðlögun fyrir varanlega útiveru 🌞🌞🌞