Kæru heimilismenn og aðstandendur heimilisfólks í Brákarhlíð,
Eins og tilkynnt var fyrr í vikunni þá eru komin upp Covid smit hjá okkur Brákarhlíð.
Föstudaginn 7. janúar voru framkvæmd PCR próf hjá heimilismönnum og starfsfólki. Ljóst er að það fjölgar í hópi smitaðra hjá okkur en unnið er að smitrakningu, staðan hjá okkur er nú skilgreind þannig að um hópsmit sé að ræða.
Aðstandendur þeirra sem hafa greinst hafa verið látnir vita af stöðu mála, enn sem komið er um lítil einkenni að ræða hjá heimilisfólki og vonum við að svo verði áfram.
Af öryggisástæðum þá er lokað á allar heimsóknir. Aðeins eru veittar undanþágur í undantekningartilfellum og þá í samráði við hjúkrunarfræðinga heimilisins.
Með vinsemd
Stjórnendur Brákarhlíðar