Þær Eyrún Baldursdóttir og Jóhanna Marín Björnsdóttir, starfsmenn Brákarhlíðar og nemar í hjúkrunarfræði, lögðu Lionsfólki lið þegar þau buðu upp á blóðsykursmælingu í dag.
Lionsklúbbarnir hafa stutt ötullega við Brákarhlíð í gegnum árin og því ekki spurning í huga okkar að leggja þeim lið í sínum góðu verkum í þágu samfélagsins.