Það var aldeilis indæll ilmurinn sem flæddi um gangana okkar í Brákarhlíð í hádeginu í dag 😊 Heimilisfólk, ásamt starfsfólki og góðum gestum, gæddi sér á skötu og saltfisk og átti góða stund í samkomusalnum við ljúfa tóna og söng Vignis sem lék undir borðum 😉…. ekki i orðsins fyllstu merkingu samt ☺🙏