Það er eitt og annað með öðru sniði en vant er þessi misserin. Undanfarin ár og ...

Það er eitt og annað með öðru sniði en vant er þessi misserin. Undanfarin ár og …

[ad_1]

Það er eitt og annað með öðru sniði en vant er þessi misserin. Undanfarin ár og áratugi hafa félagskonur í kvenfélagi Borgarness komið til okkar í Brákarhlíð á fyrsta sunnudegi í aðventu með skemmtidagakrá, góðgæti og gjafir til heimilisins 🎅🙏
En í ár leystu kvenfélagskonur málin öðruvísi vegna takmarkana á heimsóknum inn á heimilið en héldu samt sem áður í þá venju að senda glaðning og gefa gjafir. Á myndinni hér með má sjá þær Sólrúnu Tryggvadóttur og Þuru Bergsdóttur, fulltrúa kvenfélags Borgarness, færa Brákarhlíð gjafir sem afhentar voru á föstudaginn var. Það var Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri sem tók við gjöfunum f.h. Brákarhlíðar.
Kærar þakkir Kvenfélag Borgarness fyrir þessa notalegu sendingu og gjöf sem og hlýhug ykkar alla tíð🙏🧑‍🎄

[ad_2]