Það er eitt og annað með öðru sniði en vant er þessi misserin. Undanfarin ár og áratugi hafa félagskonur í kvenfélagi Borgarness komið til okkar í Brákarhlíð á fyrsta sunnudegi í aðventu með skemmtidagakrá, góðgæti og gjafir til heimilisins 🎅🙏
En í ár leystu kvenfélagskonur málin öðruvísi vegna takmarkana á heimsóknum inn á heimilið en héldu samt sem áður í þá venju að senda glaðning og gefa gjafir. Á myndinni hér með má sjá þær Sólrúnu Tryggvadóttur og Þuru Bergsdóttur, fulltrúa kvenfélags Borgarness, færa Brákarhlíð gjafir sem afhentar voru á föstudaginn var. Það var Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri sem tók við gjöfunum f.h. Brákarhlíðar.
Kærar þakkir Kvenfélag Borgarness fyrir þessa notalegu sendingu og gjöf sem og hlýhug ykkar alla tíð🙏🧑🎄
Það er eitt og annað með öðru sniði en vant er þessi misserin. Undanfarin ár og …
[ad_1]
[ad_2]