Opinn ársfundur Brákarhlíðar var haldinn 30.apríl s.l. Á fundinn mættu fulltrúar frá Lionsklúbbi Borgarness færandi hendi.
Þeir Ari Björnsson, formaður klúbbsins, ásamt Páli S. Brynjarssyni og Inga Tryggvasyni mættu og afhentu Hollvinasamtökum heimilisins 500.000,- kr.styrk til byggingar groðurhúss. Það eru þau Jón G. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Brákarhlíðar, og Halla Magnusdóttir, forstöðumaður þjonustusviðs, sem eru með þeim á myndinni og veittu þessum höfðinglega styrk móttöku f.h. Hollvinasamtaka Brákarhlíðar.
Kærar þakkir Lionsfélagar !